Hellaferð á Suðurlandi

Ég fór með vini mínum í smá hellaleiðangur í nágrennið eftir áramótin, og stefnan var sett í Ölfusið. Þar er að finna tvo hella sem við heimsóttum þennan dag, Raufarhólshelli í Þrengslum og Arnarker í Ölfusi. Báðir þessir hellar eru þokkalega manngengir en botninn nokkuð grýttur í þeim báðum og á þessum tíma var svolítið af ís á grjótinu. Byrjum á Raufarhólshelli.

„Raufarhólshellir er rétt fyrir ofan efsta hjallann á Þrengslavegi, áður en farið er í áttina til Þorlákshafnar. Hellirinn er illsjáanlegur frá veginum þótt hann sé aðeins steinsnar frá honum að austanverðu. Hellirinn er um það bil 1360 m langur og liggur að hluta til undir Þrengslaveginum.Hann er 10 – 30 m breiður og upp undir 10 m hár. Þakið er víðast um það bil 12 m þykkt nema undir veginum þar sem það þynnist stöðugt við hrun. Fara verður með gát við hellinn.“  Úr grein Harolds H. Munger, prófessors – Raufarhólshellir – Mbl. 16. jan. 1955

Raufarhólshellir-140119_MG_4399

Þessar fallegu hraunmyndanir voru ofan í Raufarhólshelli. Mátti sjá hvernig hraun hafði runnið um hellinn og hrauntaumar höfðu lekið niður í hann.

Raufarhólshellir-140119_MG_4401

Ekki er gott að verða ljóslaus niðri í hellinum, einhver vandræði með batterýin þarna.

 

Raufarhólshellir-140119_MG_4402

Standandi grýlukerti úr ís myndast á gólfi hellisins þar sem vatn lekur úr loftinu.

 

Raufarhólshellir-140119_MG_4405

Hér sést í átt að hellismunnanum. Gólfið er mjög stórgrýtt og erfitt yfirferðar þar sem grjótið var þakið ís.

 

Raufarhólshellir-140119_MG_4408

Djúpt inni í hellinum mátti víða sjá þessa rauðu og gulu liti á berginu.

Næst lá leiðin í Arnarker, en þangað er stutt gönguleið frá gamla veginum út í Herdísarvík. Inngangurinn í hellirinn er hola ofan í jörðina sem sérst skömmu áður en komið er að honum. Búið er að gera stiga niður í hann frá brúninni, en þegar við komum þangað var töluverður snjór ofan í opinu. Arnarker er 470 metra langur hellir sem staðsettur er í Leitahrauni. Hellirinn liggur á miklu dýpi í hrauninu en mikill tignarleiki og glæsilegar ísmyndanir gera hann að einum skemmtilegasta hraunhelli landsins.

Arnarker-140119_MG_4441

Inngangurinn í Arnarker.

Arnarker-140119_MG_4417

Við fórum ofan í hellirinn til hægri, en hann liggur í tvær áttir frá innganginum. Þarna megin þurfti að skríða gegn um sirka hálfs meters bil til þess að komast að þessu svæði.

Arnarker-140119_MG_4418

Grýlukerti hanga niður úr loftinu og ís þekur grjótið í botninum.

Arnarker-140119_MG_4421

Grýlukertin voru sum meira en meters há.

Arnarker-140119_MG_4427

Snjóskafl hafði safnast fyrir í opi hellisins, en þarna má sjá í stigann efst við brúnina.

 

Birtan / The light

Low clouds and fog can turn out very atmospheric in the Icelandic nature.

Low clouds and fog can turn out very atmospheric in the Icelandic nature.

Við sem erum svo heppin að búa á Íslandi tökum síbreytilegri birtu hér sem sjálfsögðum hlut, en útlendingar eiga ekki orð yfir þessu. Þetta hefur ef til vill eitthvað með legu landsins að gera, því á þessum norðlægu slóðum hefur sólargangurinn og síbreytilegt veðrið mikið um þetta að segja. Hluti af skýringunni er ef til vill lítil loftmengun hér á landi sem gerir það að verkum að litir verða tærari. Fyrir okkur ljósmyndarana er Ísland því paradís sem erlendir kollegar okkar öfunda okkur fyrir á hverjum degi.

We who are lucky enough to live in Iceland take ever-changing light here for granted, but foreigners are amazed by this. This may have something to do with the northern position of the land, because in these northern climes the sun and ever-changing weather have great influence. Part of the explanation may be the low air pollution in the country which makes the colors become clearer. For us photographers, Iceland is a paradise that our foreign colleagues envy us for every day.

Myndirnar mínar á Zenfolio

Ég er búinn að koma mér upp nýrri myndasíðu þar sem ég hef sett inn margar af mínum bestu myndum.

Kíkið endilega á þetta hér: www.palljokull.zenfolio.com

Nokkrir helstu myndaflokkarnir:

Rural Iceland: Myndir af landsbyggðinni á íslandi.
http://palljokull.zenfolio.com/p792966829

Urban Iceland: Myndir frá höfðuborgarsvæðinu og öðrum þéttbýlisstöðum á íslandi, arkitektúr og fólk.
http://palljokull.zenfolio.com/p1037081974 

Waterfalls and rivers in Iceland: Fossar og ár á Íslandi.
http://palljokull.zenfolio.com/p472939395 

Landscape in Iceland: Landslag á Íslandi.
http://palljokull.zenfolio.com/p318735525 

Sunsets and Sunrises: Sólaruppkomur og sólsetur á Íslandi.
http://palljokull.zenfolio.com/p163904392 

Icelandic beaches: Strendur við Ísland.
http://palljokull.zenfolio.com/p308668558 

South Iceland: Suðurland
http://palljokull.zenfolio.com/p629746826 

West Iceland: Vesturland
http://palljokull.zenfolio.com/p855717510 

Night Photographs: Næturmyndir, norðurljós o.þh.
http://palljokull.zenfolio.com/p1047749152 

People: Fólk
http://palljokull.zenfolio.com/p1009090088 

Art: Listrænar myndir
http://palljokull.zenfolio.com/p967334609 

H2O: H2O
http://palljokull.zenfolio.com/p1065786450 

Plants: Plóm og plöntur
http://palljokull.zenfolio.com/p828703053 

Animals and Birds: Dýr og fuglar
http://palljokull.zenfolio.com/p912813350 

og margir fleiri flokkar, þar á meðal Danmörk, England, Færeyjar, Finnland, Írland, Skotland, Spánn, Portugal og Ítalía.

Menningarnótt 2011

Flugeldasýning við Hörpuna.

Ágústmánuður er sá mánuður ársins sem hefur innihaldið stærstu viðburðina í sameginlegu lífi okkar Auðar. Við giftum okkur þann 22. ágúst fyrir 12 árum og vorun nú að enda við að festa kaup á okkar fyrsta húsi saman. Við erum semsagt að flytja á Selfoss í næsta mánuði. Barnabörnin okkar tvö eiga afmæli með innan við mánaðar millibili, Haukur Bragi verðir fimm ára 26. ágúst og Sólhildur varð sex ára, reyndar 29. júlí, en það telst innan skekkjumarka. Menningarnótt er orðinn fastur liður í lífi okkar Auðar sem helsta hátíð sumarsins, og þar sem við erum smátt og smátt að læra að taka okkur sumarfrí frá vinnunni okkar látum við þá hátið ekki framhjá okkur fara. Það er ótrúlegt hvað við hittum mikið af vinum okkar á röltinu í bænum og upplifum skemmtilega hluti og uppák0mur. Margir biðu spenntir eftir því að ljósin yrðu kveikt á tónlistarhúsinu Hörpu og flugeldasýningunni sem kom á eftir. Hvort tveggja stóð undir væntingum okkar, lýsingin á perlunni er smekkleg og síbreytileg og umhverfið til fyrirmyndar.

Nú stefnir allt í að Reykjavíkurmaraþonið verði einn af þessum árlegu viðburðum, þar sem Guðni Páll hljóp sitt fyrsta Maraþon í ár, og erum við afskaplega stolt af þeim árangri. Hann er strax farinn að huga að næsta ári og ætlar sér að gera enn betur en nú. Helga og Fjalar hlupu einnig 10 kílómetra og það er aldrei að vita hvað þeim dettur í hug að gera á næsta ári.

Við bíðum spennt eftir Reykjavíkurmaraþoni 2012 og Menningarnótt 2012.

H2O

 

Vatn í sínum mörgu myndum hefur áhrif á þig

og er grundvöllur alls lífs á jörðinni.

Páll Jökull Pétursson hefur stundað ljósmyndun í meira en tuttugu ár, bæði sem áhugamál og vinnu sem útgefandi tímaritsins Sumarhúsið og garðurinn. Á þessari sýningu tekur hann fyrir þemað H2O, vatn í sínum ýmsu formum, fljótandi, fast og loftkennt, og hvernig það kemur honum fyrir sjónir. Þetta er þriðja einkasýning Páls, en hann hefur auk þess tekið þátt í tuttugu sýningum með öðrum ljósmyndurum og áhugaljósmyndurum.

Páll Jökull er rúmlega fimmtugur að aldri, Sunnlendingur, ættaður úr Mýrdalnum og Holtum í Rangárvallasýslu. Undanfarin ár hefur hann myndað landslag, gróður og fólk, bæði innanlands og utan, og hefur þannig safnað efni í þessa sýningu, ásamt bók sem hann hyggst gefa út á netinu.

Sýningin er opin virka daga kl. 10 til 16 og um helgar kl. 13 til 16 í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi, Gerðubergi 3-5, 111 Reykjavík.

Verkin eru til sölu og er áhugasömum bent á að hafa samband við Pál Jökul í síma 824 0059 eða á netfangið palljokull@gmail.com.

Nánari upplýsingar um staðsetningu er að finna hér: Viðburðadagatal Gerðubergs.

Bestu vinir

Á fallegum síðsumardegi ákváðum við Auður að fara með barnabörnin okkar í ævintýraferð og varð Öskjuhlíðin fyrir valinu. Við fórum að Keiluhöllinni, þar sem við lögðum bílnum, og fórum inn í striðsminjarnar sem Bretar skildu eftir sig eftir stríð. Það þarf að príla upp brattar steintröppur og yfir háa veggi til þess að komast um svæðið, og alltaf biðu ný og ný ævintýri eftir okkur á nýjum stað.

Við settum ýmis leikrit á svið og tókum þátt í að skapa persónurnar sem þau þekkja svo vel úr sögum, svo sem Kardimommubæinn og söguna um Rauðhettu og úlfinn. Úlfurinn þótti heldur mikið raunverulegur og var þess vegna ákveðið að hann dræpist frekar snemma í sögunni þar sem hann vakti óhug  hjá öðrum leikurum, þ.e. Rauðhettu og veiðimanninum, en amman (leikin af Auði) var nú ekkert hrædd, þrátt fyrir að vera étin af grimma úlfinum 🙂

Við ákváðum í framhaldi af þessu að leika frekar falleg ævintýri sem innihéldu prinsessur og prinsa til þess að losna við hrollinn sem úlfurinn olli. Og allir lifðu hamingjusamir til enda ferðarinnar.

Færeyjar

Ef þú ímyndar þér landslagið á Vestfjörðum eða Austfjörðum með grasi upp í topp á öllum fjöllum, sauðféð helmingi fleira en íbúarnir, fallegt og gestrisið fólk sem heldur fast í gamlar hefðir og venjur og örugglega fjórum sinnum fleiri jarðgöng heldur en á Íslandi. Það eru Færeyjar. Við Auður fórum í tveggja vikna heimsókn til Færeyja ásamt vinum okkar, Samson og Nínu, til þess að heimsækja félaga í Föroya urtagarðsfélaginu (Garðyrkjufélag Færeyja), en þeir komu í nokkurra daga heimsókn til íslands í fyrra sumar og voru þau Auður og Samson leiðsögumenn þeirra í tvo daga. Þess vegna var skipulögð heilmikil dagskrá fyrir okkur þar sem okkur voru sýndir margir helstu garðarnir í Færeyjum, og ég verð að segja að þeir komu mér á óvart fyrir fjölbreytileika og gróðurmenningu íbúanna. Á myndinni hér að ofan er bærinn Kvivik á Streymoy, og eyjarnar Koltur og Hestur blasa við fyrir miðju.

Vissulega voru mörg þorp líkt og þetta hér til vinstri, sem heitir Eiði, og er nyrst á Eysturoy, byggðin þétt og lítið undirlendi þar sem húsunum er tyllt upp í hlíðarnar, litríkum og fallegum húsum með karakter og sögu. Á slíkum sögum fer oft lítið fyrir öðrum gróðri en grasi og sauðkindin setur mark sitt á umhverfið.

Auðvelt er að ferðast um eyjarnar, því flatarmál þeirra er álíka mikið og Vestfjarðakjálkans, og lengsta vegalengd í kílómetrum milli tveggja staða á bíl nær hvergi þriggja stafa tölu. Allir vegir eru malbikaðir og fjöldi jarðganga í gegn um fjöll og undir firði gera ferðalög um eyjarnar skemmtilega upplifun.

Í hverjum einasta bæ finnur maður gjarnan falleg, gömul hús sem búið er að endurbyggja. Sem dæmi má nefna kirkjuna í Kirkjubæ, skammt frá Þórshöfn, en á myndinni hér til vinstri horfir Auður íhugul út um einn kirkjugluggann yfir á Reykstofuna, elsta timburhús á norðurlöndum sem hefur verið gert upp og er opið gestum. Skemmtilegt er að ganga um þessa litlu staði, svo sem Gjógv, Elduvík, Funning og Mikladal, en sá síðastnefndi er á Kalsoy, sem oft er nefnd Blokkflautan vegna þess að jarðgöng liggja eftir henni endilangri.

Einn af hápunktum ferðarinnar, en þeir voru nokkrir, var að upplifa Ólafsvöku og taka þátt í hátíðarhöldum í miðbæ Torshavn ásamt 10-15 þúsund Færeyingum og gestum þeirra. Þarna finnur maður hversu hefðirnar eru sterkar í Færeyjum þegar allir viðstaddir taka þátt í fjöldasöng um miðnættið þar sem hátt í tuttugu færeysk lög eru sungin, bæði gömul og ný. Að því loknu er stiginn dans og Ormurinn langi er dansaður og sunginn, öll 85 erindin þar til yfir lýkur. Við íslendingarnir tókum þátt í þessu af lífi og sál og fengum góða leiðsögn heimamanna sem margir hverjir skildu nokkuð vel íslenskuna, þó að við höfum stundum átt í nokkrum erfiðleikum með að skilja færeyskuna.

http://www.heimskringla.no/wiki/Ormurinn_langi

Myndband af Orminum langa: http://www.youtube.com/watch?v=Bts_v9mqv3g

Og Metal útgáfan frá hljómsveitinni Týr: http://www.youtube.com/watch?v=vtjksfgCp0I