Ljósmyndun

Hér að neðan er hluti námsefnis sem ég tók saman vegna námskeiðs í ljósmyndun sem ég var með í Vestmannaeyjum vorið 2010.

Myndin er tekin á 30.0 s, f/4.5 og ISO 125

1. Kvöld- og næturmyndatökur

1.1. Stillingar á myndavél.

1.1.1.     ISO: Til þess að ná sem skýrustum myndum með sterkum litum og litlu „noise“ er ráðlegt að stilla á 100-200 ISO. Þá er einnig ráðlegt að hafa eins lítið ljósop og hægt er til þess að stytta lýsingartímann við þær aðstæður sem mynda á, því að lengri lýsingartími eykur „noise“

1.1.2.     File format: Skiptið yfir í RAW frekar en JPG, þar sem myndir teknar í RAW eru með minna „noise“ heldur en myndir teknar í JPG. Þar sem mikill kontrast er á milli bjartra og dimmra svæða ræður RAW betur við að skila smáatriðum í skuggum og háljósum.

1.1.3.     Lýsing (Exposure mode): Þegar hraði er ekki aðalatriðið er hægt að stilla á AV sem er hálf-sjálfvirk stilling þar sem ljósopið er stillt og hraðinn ákvarðast út frá því.  Einnig er hægt að nota M (Manual) stillingu þar sem bæði ljósopið og hraðin er stillt handvirkt. Sú síðarnefnda býður upp á mun meiri nákvæmni og stjórn á aðstæðum.

1.1.4.     White Ballance: Stillið á dagsbirtu/sólskin til þess að fara milliveginn milli hlýrrar birtu rafljósa og kaldrar birtu himinsins. Til þess að fá kaldari birtu er hægt að stilla á Tungsten eða Fluorescent og til að fá hlýrri lýsingu er stillt á skýjað eða skugga. Gætið að stillingum á ljósopi og hraða ef WB er breytt, því það getur orsakað öðruvísi lýsingu (yfirlýsingu eða undirlýsingu). Gott er að skoða „Histogram“ fyrir myndina til þess að ganga úr skugga um að hún sé rétt lýst.

1.1.5.     Fókus: Sjálfvirkur fókus (Autofocus) getur átt í erfiðleikum með að finna viðfangsefnið ef birta er lítil. Oftast þarf að leita uppi ljós eða hlut sem er upplýstur til þess að ná fókus, og þegar hann er kominn er stillt á manual fókus til þess að hann breytist ekki þegar viðfangsefnið er rammað inn og lýsing og hraði ákveðin. Ef ekki er hægt að nota autofocus er hægt að stilla á manual fókus og leita uppi hlut eða ljós sem gott er að fókusa á. Þeir sem eru með linsu með Image Stabiliser (IS) er ráðlagt að slökkva á honum, þar sem hann getur orsakað hreyfingu á vélinni við langan lýsingartíma á þrífæti.

1.1.6.     Ljósmæling: Það getur verið erfitt að mæla ljósmagnið að kvöldi eða nóttu, og er þá gott að styðjast við innbyggða ljósmælirinn í vélinni. Hann er að finna í glugganum ofan á vélinni eða aftan á henni (INFO). Súmmið á hlut sem hægt er að skilgreina sem gráan, svo sem gras, möl eða grjót nálægt upplýstum byggingum og finnið stillinguna sem passar. Súmmið þá til baka og byggið myndina upp eins og þið viljið hafa hana og smellið af. Gott er svo að skoða Histogram af þeirri mynd til þess að sjá hvort hún er rétt lýst og breyta þá stillingum til þess að mæta því ef þörf er á.

Hér er sólin úti í kanti myndarinnar og flass notað til að lýsa forgrunn.

1.2. Helstu vandamál:

1.2.1.     Myndbygging: Getur orðið vandamál þar sem björt ljós eru í myndinni eða rétt fyrir utan hana og geta orsakað glampa inn á myndina. Hægt er að koma í veg fyrir eða minnka hættuna á þessu með því að nota hlíf (hood) á linsuna eða færa sig út úr ljósinu sem truflar. ATH: Ef notað er lítil ljósop (f/18-22) verða björt ljós með „stjörnu“ í kring um.

1.2.2.     Blur eða hreyfðar myndir: Alltaf er hætta á að myndir verði hreyfðar þó að notaður sé stöðugur þrífótur, vindur getur hrist vélina og ef ekki er notuð gikksnúra (cable release). Gott er að þyngja þrífótinn t.d. með því að hengja myndavélartöskuna í hann svo að minni hætta sé á hreyfingu í vindi. Aftur á móti getur hreyfing í myndinni sjálfri skapað sérstakt andrúmsloft, t.d. ský sem berast yfir himininn undan vindi eða hreyfing á vatn í fossi eða við ströndina.

1.2.3.     Noise: Eitt algengasta vandamál í kvöld- og næturmyndatökum er noise, eða suð, sem kemur helst fram í skuggum og dökkum svæðum. Á sumum myndavélum er hægt að stilla á „Long exp. Noise reduction“ eða minnkað noise fyrir langan lýsingartíma. Einnig er hægt að setja samskonar stillingu fyrir hátt ISO, en eftir því sem ISO er hærra, þá er meiri hætta á noise.

1.2.4.     Kuldi: Batterí í myndavélum klárast hraðar ef kalt er úti svo rétt er að nota vasaljós til þess að breyta stillingum á vélinni svo ekki þurfi að kveikja ljós á glugga ofan á vélinni eða á baki hennar. Sparið óþarfa flettingar á myndum við þessar aðstæður. Gætið þess að hafa fullhlaðið aukabatterí í vasa innan klæða til þess að halda á því hita og ef þarf að skipta er gott að hita hitt batteríið á sama hátt, þá næst lengri notkunartími á því. Ef vélin er notuð úti í frosti er gott að pakka henni ofan í töskuna eða vefja plastpoka utanum hana áður en farð er inn í hús aftur og látið hana ná aftur eðlilegum hita svo að ekki myndist raki.

Búið að brjóta allar helstu reglur ljósmyndunar.

1.3. Brjótið reglurnar:

1.3.1. Nauðsynlegt er að kunna skil á nokkrum reglum við ljósmyndun til þess að geta brotið þær á hugmyndaríkan hátt.

1.3.2.     Regla 1: Myndir eiga að vera skarpar. Leyfið ykkur öðru hverju að hafa smá hreyfingu eða óskýrar myndir (blur) með því að minnka lokarahraðann eða hreyfa myndavélina meðan myndin er tekin og kalla þannig fram listræna nálgun á viðfangsefninu. Eins og annað í ljósmyndun þarfnast þetta nokkurar æfingar og útsjónarsemi við að finna rétt mótíf. Einnig er hægt að fókusa á aukaatriði í myndinni og skapa þannig óvenjulega nálgun, t.d. fókus á bakgrunn en ekki andlit í portretmynd.

1.3.3.     Regla 2: Rétt lýstar myndir. Notið öðru hverju rangt ljósop til þess að skapa yfirlýstar (high-key) myndir sem lýsa tæru, kyrru eða dreymandi ástandi eða undirlýstar (low-key) myndir sem lýsa drama, hættu, leyndardómum og krafti.

1.3.4.     Regla 3: Þriðjungareglan. Reglur um myndbyggingu hjálpa til við að gera myndir athyglisverðar og öðruvísi, en með því að brjóta regluna á áberandi hátt er oft hægt að gera myndina ennþá áhugaverðari. Miðjusett mynd getur virkað vel við réttar aðstæður án þess að hún líti út fyrir að vera „snapshot“. Einnig ef skurðurinn er mjög þröngur, t.d. andlit þar sem skorið er ofan og neðan af höfðinu eða hálft andlitið er skorið af alveg úti í kanti myndarinnar og „dautt“ svæði fyllir restina af rammanum. Önnur nálgun er að láta fólk horfa út úr myndinni og hafa mikið pláss fyrir aftan en lítið fyrir framan. Þá vekur það spurningar um hvað sé fyrir utan ramman.

1.3.5.     Regla 4: Sjóndeildarhringurinn á alltaf að vera láréttur. Flestir taka eftir því ef vikið er frá þessari reglu, þafnvel þó að aðeins sé um örlitla skekkju að ræða. Þess vegna er um að gera að ýkja svolítið þessa skekkju með því að halla myndavélinni og skapa meira ögrandi verk. Oftast er sjóndeildarhringurinn sýndur samkvæmt þriðjungareglunni, þ.e. í neðsta þriðjungi myndar eða þeim efsta. Prófið að setja sjóndeildarhringinn í miðja mynd, algerlega láréttann, sérstaklega í myndum þar sem himinn og haf mætast.

Speglun í Hvalfirði.

1.4. Myndir sem þú getur selt blöðum eða tímaritum:

1.4.1.      Fæstir hafa aðstöðu til að fara mynda við sólarupprás eða við sólarlag þegar birtan er best, þess vegna ætti að nýta þann tíma sem maður hefur og reyna að gera það besta úr honum.

1.4.2.     Takið bæði lárétt og lóðrétt skot af viðfangsefninu ef það býður upp á það.

1.4.3.     Byggið myndina upp með texta í huga, heilsíðumyndir eru gjarnan með texta inná. Á forsíðumyndum þarf að gera ráð fyrir haus og texta meðfram hliðunum og þær þurfa að vera í lóðréttu formati (Portrait).

1.4.4.     Hugið að hinu smáa í náttúrunni og landslaginu, nærmyndum og mynstrum sem vekja athygli þína.

1.4.5.     Takið myndir af athyglisverðum stöðum og reynið þá að velja óhefðbundin sjónarhorn til þess að sýna öðruvísi nálgun að viðfangsefninu. Þá er meiri möguleiki á því að hægt sé að selja myndina til birtingar.

1.4.6.     Gott er að hafa fólk inni á myndum af landslagi, þannig að það sé að njóta útsýnis eða náttúrunnar. Þannig myndir geta oft nýst vel til kynningar á svæðinu svo sem í túristabæklinga.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s