Menningarnótt 2011

Flugeldasýning við Hörpuna.

Ágústmánuður er sá mánuður ársins sem hefur innihaldið stærstu viðburðina í sameginlegu lífi okkar Auðar. Við giftum okkur þann 22. ágúst fyrir 12 árum og vorun nú að enda við að festa kaup á okkar fyrsta húsi saman. Við erum semsagt að flytja á Selfoss í næsta mánuði. Barnabörnin okkar tvö eiga afmæli með innan við mánaðar millibili, Haukur Bragi verðir fimm ára 26. ágúst og Sólhildur varð sex ára, reyndar 29. júlí, en það telst innan skekkjumarka. Menningarnótt er orðinn fastur liður í lífi okkar Auðar sem helsta hátíð sumarsins, og þar sem við erum smátt og smátt að læra að taka okkur sumarfrí frá vinnunni okkar látum við þá hátið ekki framhjá okkur fara. Það er ótrúlegt hvað við hittum mikið af vinum okkar á röltinu í bænum og upplifum skemmtilega hluti og uppák0mur. Margir biðu spenntir eftir því að ljósin yrðu kveikt á tónlistarhúsinu Hörpu og flugeldasýningunni sem kom á eftir. Hvort tveggja stóð undir væntingum okkar, lýsingin á perlunni er smekkleg og síbreytileg og umhverfið til fyrirmyndar.

Nú stefnir allt í að Reykjavíkurmaraþonið verði einn af þessum árlegu viðburðum, þar sem Guðni Páll hljóp sitt fyrsta Maraþon í ár, og erum við afskaplega stolt af þeim árangri. Hann er strax farinn að huga að næsta ári og ætlar sér að gera enn betur en nú. Helga og Fjalar hlupu einnig 10 kílómetra og það er aldrei að vita hvað þeim dettur í hug að gera á næsta ári.

Við bíðum spennt eftir Reykjavíkurmaraþoni 2012 og Menningarnótt 2012.

Calendar August 2011 – Ágúst 2011 dagatal

Júlí er liðinn og sumri tekið að halla. Loksins fór að rigna og allt er í blóma, kartöflugrösin vaxa og kálið stækkar eins og vera ber. Ágúst verður góður mánuður þó að rökkrið sé að færast yfir á kvöldin og dagarnir styttast. Ég fór í hringferð um landið um miðjan júlí í ljósmyndaferð og mynd ágústmánaðar er úr þeirri ferð. Myndin er tekin við útfall Jökulsárlóns þar sem ísjakar velta um í briminu og hverfa smátt og smátt. Þeir eru oft tærir og liturinn fer oft yfir í ljósblátt í stærri ísjökum.

Hér getur þú sótt þessa mynd með dagatali til að nota á skjáborðið þitt.

Lítil/Small, 1440 x 900 px –  Stór/Large, 1920 x 1200 px

Farið inn á þessa tengla, hægri-smellið á myndina og veljið „Use Image as desktop photo“

Njótið vel

Brúðkaup

Asa_Fjalar_IMG_5025

Brúðkaup Ásu og Fjalars er einn af stærstu viðburðum í lífi mínu og fjölskyldunnar, einstaklega fallegt og skemmtilegt brúðkaup þessa glæsilega pars. Athöfnin fór fram í fallegum og látlausum garði fyrir framan gamla bæinn á Kirkjubæjarklaustri, en þaðan er Fjalar ættaður og uppalinn. Sýslumaðurinn í Vík, Anna Birna Þráinsdóttir gaf þau Ásu og Fjalar saman, og var eftÁsa og Fjalar_220809_IMG_5056ir því tekið hversu skörulega það var gert, einhver sagði að athöfnin hafi tekið 14 mínútur. Innan þess tíma rúmaðist fallegur söngur Katrínar Valdísar, fyrir og eftir athöfnina.

Ég gat ekki haldið aftur af tárunum á meðan á athöfninni stóð, slík var geðshræringin og gleðin sem ég upplifði, og mamma sagði við mig seinna að ef maður getur grátið á þessum aldri, þá sé maður orðin þroskaður og fullorðinn. Eftir athöfnina kvittaði ég svo í bók Sýslumannsins sem svaramaður og allt var þar fært til bókar eins og vera ber.

Að því loknu tók við veisla með frábærum mat á Hótelinu á Klaustri, þar sem lögð var áhersla á mat úr héraði ásamt skemmtilegum ræðum og óvæntum skemmtiatriðum og svo var sungið fram á rauða nótt…