Leikur að litum

Eitt af því sem ég hef heillast að varðandi ljósmyndun er hversu fjölbreytileg hún er. Flestir sem stunda þessa iðju vilja alltaf eignast betri og betri græjur og geta þar af leiðandi tekið betri myndir, væntanlega. En þegar maður er kominn með bestu græjurnar í hendurnar kemur þörf fyrir að gera öðruvísi hluti, öðruvísi myndir, nálgast viðfangsefnið á allt annan hátt. Eitt af því sem ég hef verið að prófa undanfarið er að taka óskýrar, bluraðar myndir, þar sem útkoman er oft svipuð því sem gerist í ódýrum, lélegum einnota myndavélum. Mér virðist sem þessi þörf hafi gripið marga aðra ljósmyndara, þörfin á að hverfa aftur til upprunans þegar tæknin er orðin svo fullkomin að erfitt er að greina framfarir í myndgæðum.

Ein aðferðin kallast „Freelensing“ á ensku. Með því að losa linsuna af myndavélinni og halda henni fyrir framan vélina og taka mynd þannig í gegn um linsuna fæst oft á tíðum óvænt niðurstaða Útkoman getur orðið skemmtileg og öðruvísi, skrýtnir litir, skuggar þar sem engir skuggar eru, ljósleki og draumkennd áhrif.

Skemmtileg tilraun til að gera eitthvað nýtt.

Meira hér: http://palljokull.zenfolio.com/p967334609

Macro blóm

Ég tók mér smá pásu í dag til að mynda blóm. Ekkert nýtt svosem, en þessi myndataka var dálítið öðruvísi en venjulega. Ég tók linsuna af myndavélinni og tók 70-200mm linsu úr töskunni, snéri henni öfugt fyrir framan vélina þannig að ég horfði í gegnum hana öfuga. Með þessu móti er fókusdýptin aðeins nokkrir millimetrar og frekar erfitt að fá eitthvað í fókus yfir höfuð. Mér tókst að ná nokkrum sæmilegum myndum af frævu og fræflum blómsins, sem eru nokkrir millimetrar að stærð, og hér eru nokkrar þeirra.

Follow me on Facebook!

Mín sýn á heiminn

Bergreynir

Fyrir utan gluggan blómstrar reynirinn ákaft og fuglar fljúga undir dramatískum skýjum næturinnar. Nei, þetta er nú kannski full mikið sagt, en það er allavega sumar með öllum sínum kostum og örfáum göllum. Helsti gallinn er sá að veðrið er eiginlega of gott til þess að hægt sé að vinna inni allan daginn, en veðurblíðan er líka stærsti kosturinn.