Maí 2011 Dagatal

Síðast hélt ég því fram að apríl væri að koma með vorið, en nú er snjór yfir öllu eins og á haustdegi. Myndin sem fylgir maí dagatalinu er tekin austur undir Eyjafjöllum fyrir ári síðan, meðan gosið í Eyjafjallajökli stóð yfir. Bændur voru farnir að yrkja jörðina eins og ekkert væri sjálfsagðara með virka eldstöðina yfir sér í nokkurra kílómetra fjarlægð.

Hér getur þú sótt þessa mynd með dagatali til að nota á skjáborðið þitt.

Lítil/Small, 1440 x 900 px –  Stór/Large, 1920 x 1200 px

Farið inn á þessa tengla, hægri-smellið á myndina og veljið „Use Image as desktop photo“

Njótið vel :)

Sólhildur í sveitinni

Við skruppum í sveitina til Önnu Birnu sýslumanns í Varmahlíð undir Eyjafjöllum til að kíkja á lömbin og kálfana. Sólhildur var ekkert hrædd við ungviðið og hafði mikið gaman af að fá að halda á lambinu. Það spriklaði svolítið í fanginu á henni og á meðan náði brosið alveg út að eyrum. Henni fannst lambið mjúkt og hlýtt og með flottar krullur í hárinu.

Kálfarnir voru líka spennandi, þó að þeir væru svolítið stærri og fyrirferðarmeiri, en Sólhildur komst fljótlega að því að þeir voru hræddari við hana en hún við þá. Eftir það var ekkert mál að strjúka þeim aðeins og leyfa þeim að þefa af hendinni. Þeir voru svolítið blautir á nefinu og pínulítið hissa á stelpunni í rauðu úlpunni en þetta endaði með góðum vinskap af beggja hálfu.

Fleiri myndir úr heimsókninni á www.pbase.com/pall