Brúðkaup

Asa_Fjalar_IMG_5025

Brúðkaup Ásu og Fjalars er einn af stærstu viðburðum í lífi mínu og fjölskyldunnar, einstaklega fallegt og skemmtilegt brúðkaup þessa glæsilega pars. Athöfnin fór fram í fallegum og látlausum garði fyrir framan gamla bæinn á Kirkjubæjarklaustri, en þaðan er Fjalar ættaður og uppalinn. Sýslumaðurinn í Vík, Anna Birna Þráinsdóttir gaf þau Ásu og Fjalar saman, og var eftÁsa og Fjalar_220809_IMG_5056ir því tekið hversu skörulega það var gert, einhver sagði að athöfnin hafi tekið 14 mínútur. Innan þess tíma rúmaðist fallegur söngur Katrínar Valdísar, fyrir og eftir athöfnina.

Ég gat ekki haldið aftur af tárunum á meðan á athöfninni stóð, slík var geðshræringin og gleðin sem ég upplifði, og mamma sagði við mig seinna að ef maður getur grátið á þessum aldri, þá sé maður orðin þroskaður og fullorðinn. Eftir athöfnina kvittaði ég svo í bók Sýslumannsins sem svaramaður og allt var þar fært til bókar eins og vera ber.

Að því loknu tók við veisla með frábærum mat á Hótelinu á Klaustri, þar sem lögð var áhersla á mat úr héraði ásamt skemmtilegum ræðum og óvæntum skemmtiatriðum og svo var sungið fram á rauða nótt…

Stolt

Gay-Pride_IMG_3884

Hinsegin dögum fylgir gleði og hamingja sem lýsir úr andlitum þátttakenda og þeirra sem fylgjast með hátíðarhöldum í Reykjavík. Hámarkinu er náð með skrúðgöngu niður Laugaveginn með þátttöku tugþúsunda gesta og skemmtun við Arnarhól í blíðviðri þennan laugardag. Litadýrð einkennir þennan dag, margir skreyta sig með litríku hálsskrauti og veifa fána samkynhneigðra og í lok skemmtunarinnar við Arnarhól var sleppt mörghundruð blöðrum í þessum sömu litum. Svifu þær upp og í norðvestur undan hægri golu og tóku stefnuna á Akranes og ég rölti heim á leið, stoltur yfir réttsýni og samkennd íslendinga með málstað samkynhneigðra.

Gleði

Sólhildur

Fátt er meira endurnærandi fyrir sálina en að vera úti í náttúrunni með ungum heimspekingi sem sér alltaf eitthvað nýtt og athyglisvert í hversdagslegum hlutum. Við spáðum mikið í fuglunum og hvar þeir ættu heima og lágum tímunum saman og horfðum á skýjin á „Töfrateppinu“ sem hún dröslaði með sér út um allt. Þegar maður er tæplega meter á hæð er maður miklu nær blómunum sem voru víða fyrir fótum okkar, hrafnaklukkur, geldingahnappar og sóleyjar. Hún kallar sóleyjarnar barnablóm og heldur sig algerlega við þau þegar henni langar til að tína sér blóm sem hún gefur svo afa eða ömmu með sér.