Dagatal desember 2011

Myndin á dagatali desembermánaðar er tekin á Þingvöllum á frostnótt í desember 2010, og þér er frjálst að nýta dagatalið á skjáborðið þitt. Smelltu á viðeigandi hlekk hér að neðan og Bingó!

Hér getur þú sótt þessa mynd með dagatali til að nota á skjáborðið þitt.

Lítil/Small, 1440 x 900 px –  Stór/Large, 1920 x 1200 px

Farið inn á þessa tengla, hægri-smellið á myndina og veljið „Use Image as desktop photo“

Njótið vel

H2O ljósmyndabók

Vatn í sínum mörgu myndum hefur daglega áhrif á þig og er grundvölllur alls lífs á jörðinni. Í tengslum við ljósmyndasýningu mína H2O hef ég gefið út ljósmyndabók með þemanu H2O, vatn í sínum ýmsu myndum. Bókin er 80 síður í hörðum spjöldum og samanstendur af myndum sem ég hef tekið síðustu fimm ár.

Kíkið endilega á sýnishorn af bókinni hér á blurb, og þar er líka hægt að panta eintak.
http://www.blurb.com/my/book/detail/2023300

Water in it’s many forms affects you everyday and is the basis of life on our planet.
I have published a Photobook on http://www.blurb.com with the H2O theme, water in it’s many forms. The book is 80 pages, hard cover and you can preview the first 15 pages here on blurb. http://www.blurb.com/my/book/detail/2023300

H2O

 

Vatn í sínum mörgu myndum hefur áhrif á þig

og er grundvöllur alls lífs á jörðinni.

Páll Jökull Pétursson hefur stundað ljósmyndun í meira en tuttugu ár, bæði sem áhugamál og vinnu sem útgefandi tímaritsins Sumarhúsið og garðurinn. Á þessari sýningu tekur hann fyrir þemað H2O, vatn í sínum ýmsu formum, fljótandi, fast og loftkennt, og hvernig það kemur honum fyrir sjónir. Þetta er þriðja einkasýning Páls, en hann hefur auk þess tekið þátt í tuttugu sýningum með öðrum ljósmyndurum og áhugaljósmyndurum.

Páll Jökull er rúmlega fimmtugur að aldri, Sunnlendingur, ættaður úr Mýrdalnum og Holtum í Rangárvallasýslu. Undanfarin ár hefur hann myndað landslag, gróður og fólk, bæði innanlands og utan, og hefur þannig safnað efni í þessa sýningu, ásamt bók sem hann hyggst gefa út á netinu.

Sýningin er opin virka daga kl. 10 til 16 og um helgar kl. 13 til 16 í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi, Gerðubergi 3-5, 111 Reykjavík.

Verkin eru til sölu og er áhugasömum bent á að hafa samband við Pál Jökul í síma 824 0059 eða á netfangið palljokull@gmail.com.

Nánari upplýsingar um staðsetningu er að finna hér: Viðburðadagatal Gerðubergs.

H2O


Frá áramótum 2009-2010 hef ég tekið þátt í verkefni sem heitir „Mynd á viku“ í Fókusfélagi, sem er félag áhugaljósmyndara. Myndin hér að ofan er sú fyrsta í þessu verkefni og er tekin úti á miðju Elliðavatni strax eftir áramótin þegar Fókusfélagar skruppu í sitt árlega Jólarölt.