Rita

Rita

Þegar ég hafði klöngrast niður brattann stíginn frá útsýnispallinum við Hvítserk var ekki þverfótað fyrir útlendingum í rauðum eða bláum úlpum með allar stærðir myndavéla. Ég ákvað því að beina sjónum mínum að íbúum Hvítserks, en það reyndust vera nokkrar ritu-fjölskyldur, sem voru nú ekkert sérstaklega hrifnar af athyglinni sem ég veitti þeim. Þessi var búinn að láta mig heyra það í nokkurn tíma, að ég væri ekki velkominn og undirstrikaði það með því að fljúga gargandi af hreiðrinu og taka einn hring í kring um höfðann til þess eins að setjast aftur. Ég ákvað að láta gott heita og rölti því til baka framhjá lóninu milli Hvítserks og lands þar sem hann speglaðist í kvöldsólinni.

Orange

Sunset

Orange er einn af heitu litunum og himininn skartar þessum lit helst á heitum sumarkvöldum eftir sólríkan dag með hlýjum sunnanvindum. Helsta ástæðan fyrir svona litadýrð er ekki bara sólin, heldur er þetta oft mengun sem kemur með þessum sömu hlýju vindum sunnan úr Evrópu og breytir himninum í þetta litahaf. Við finnum þetta þegar við erum útivið á svona dögum, sérstaklega úti í náttúrunni þar sem venjulega er ekki nein mengun, en ég er alveg tilbúinn til að fórna nokkrum dögum í evrópsku lofti hér á landi gegn því að hitastigið fari nú upp fyrir 20°C.

Kurl

KurlKurl er ein af best þekktu afurðum íslenskra skóga, og má segja að í þessu tilfelli gildi það sem sagt er „Af jörðu ertu kominn, að jörðu skaltu aftur verða…“ en þessi kurlfarmur mun verða undir fótum mínum næstu árin og áratugina í Merkurlautinni. Nokkrar blöðrur í lófunum er ánægjulegur fylgifiskur þess að moka 300 kg. af kurli upp úr stórsekk og ofan í hjólbörur, í sólskini og 18 stiga hita. Er hægt að hugsa sér eitthvað skemmtilegra? Nei, ég hélt ekki 🙂