Stóð

Hestar í þoku

Mér finnst landslag verða mjög skemmtilegt í þoku, maður upplifir dulúð og smá ógn við hið óþekkta. Margt býr í þokunni og kannski er eitthvað til í draugasögunum sem maður hefur lesið og heyrt, eða að ímyndunarafl fólks hafi alltaf verið svona fjörugt og þessar sögur orðið til út af því. Allavega upplifði ég svolítið þannig ástand þegar ég var á ferð uppi á Höfðabrekkuheiði í Mýrdal í svarta þoku og stilltu veðri. Ég hef komið þangað oft áður og þekkti landslagið og vissi hverju ég átti von á, eða þannig. Þegar þokan er svona þétt er ekki mikið skyggni fram fyrir bílinn, en skyndilega koma hestar töltandi eftir veginum, og ekki bara 2-3 hestar, heldur 100-200 hestar sem streymdu út úr þokunni og framhjá bílnum mínum. Þetta hélt áfram í nokkrar mínútur og svo hurfu þeir hver á eftir öðrum út í þokuna fyrir aftan mig. Ég hélt áfram ferðinni á vit hins óþekkta.

Gleði

Sólhildur

Fátt er meira endurnærandi fyrir sálina en að vera úti í náttúrunni með ungum heimspekingi sem sér alltaf eitthvað nýtt og athyglisvert í hversdagslegum hlutum. Við spáðum mikið í fuglunum og hvar þeir ættu heima og lágum tímunum saman og horfðum á skýjin á „Töfrateppinu“ sem hún dröslaði með sér út um allt. Þegar maður er tæplega meter á hæð er maður miklu nær blómunum sem voru víða fyrir fótum okkar, hrafnaklukkur, geldingahnappar og sóleyjar. Hún kallar sóleyjarnar barnablóm og heldur sig algerlega við þau þegar henni langar til að tína sér blóm sem hún gefur svo afa eða ömmu með sér.