Calendar August 2011 – Ágúst 2011 dagatal

Júlí er liðinn og sumri tekið að halla. Loksins fór að rigna og allt er í blóma, kartöflugrösin vaxa og kálið stækkar eins og vera ber. Ágúst verður góður mánuður þó að rökkrið sé að færast yfir á kvöldin og dagarnir styttast. Ég fór í hringferð um landið um miðjan júlí í ljósmyndaferð og mynd ágústmánaðar er úr þeirri ferð. Myndin er tekin við útfall Jökulsárlóns þar sem ísjakar velta um í briminu og hverfa smátt og smátt. Þeir eru oft tærir og liturinn fer oft yfir í ljósblátt í stærri ísjökum.

Hér getur þú sótt þessa mynd með dagatali til að nota á skjáborðið þitt.

Lítil/Small, 1440 x 900 px –  Stór/Large, 1920 x 1200 px

Farið inn á þessa tengla, hægri-smellið á myndina og veljið „Use Image as desktop photo“

Njótið vel

Auga stormsins

Auga stormsins

Það skiptast á skin og skúrir í veðrinu þessa dagana eins og í lífi þjóðarinnar. Eftir marga góða og hlýja sólardaga kemur rigning með kulda og roki og rekur mann inn í hús fyrr en ella hefði verið. Ég held að það sé búið að ofdekra okkur með allri þessari sól, og þetta sé bara til þess að rétta af viðmiðin svo að við njótum bara ennþá betur næsta sólardags.

Þetta er mynd af jörðinni okkar, allavega hluta af henni, tekin í um 2 metra hæð yfir Elliðaá í Reykjavík.