Dagatal nóvember 2011

Myndin á dagatali nóvembermánaðar er tekin við Holtsós undir Eyjafjöllum, og þér er frjálst að nýta dagatalið á skjáborðið þitt. Smelltu á viðeigandi hlekk hér að neðan og Bingó!

Hér getur þú sótt þessa mynd með dagatali til að nota á skjáborðið þitt.

Lítil/Small, 1440 x 900 px –  Stór/Large, 1920 x 1200 px

Farið inn á þessa tengla, hægri-smellið á myndina og veljið „Use Image as desktop photo“

Njótið vel

Macro blóm

Ég tók mér smá pásu í dag til að mynda blóm. Ekkert nýtt svosem, en þessi myndataka var dálítið öðruvísi en venjulega. Ég tók linsuna af myndavélinni og tók 70-200mm linsu úr töskunni, snéri henni öfugt fyrir framan vélina þannig að ég horfði í gegnum hana öfuga. Með þessu móti er fókusdýptin aðeins nokkrir millimetrar og frekar erfitt að fá eitthvað í fókus yfir höfuð. Mér tókst að ná nokkrum sæmilegum myndum af frævu og fræflum blómsins, sem eru nokkrir millimetrar að stærð, og hér eru nokkrar þeirra.

Follow me on Facebook!

Þingvellir í Fókus

Í kvöld, föstudaginn 11. júní opnaði í Tjarnarsal Ráðhússins í Reykjavík ljósmyndasýningin Þingvellir í Fókus. Sýnendur, sem eru 28 talsins með 51 mynd, eru allir félagar í Fókus, félagi áhugaljósmyndara. Þetta er nítjánda samsýning félagsins, en að jafnaði eru haldnar tvær sýningar á ári. Myndirnar eru flestar í stærðinni 40×60 sm og allar prentaðar á striga sem er festur á blindramma. Þetta gerir myndirnar mjög eigulegar, enda eru þær til sölu fyrir sanngjarnt verð, þær stærri kr. 30.000 og þær minni kr. 25.000.-

Ég á þessar tvær myndir hér að neðan á sýningunni:

Sýningin er opin dagana 11.-27. júní á opnunartíma Ráðhússins, virka daga kl. 08-19 og um helgar kl. 10-18.

H2O


Frá áramótum 2009-2010 hef ég tekið þátt í verkefni sem heitir „Mynd á viku“ í Fókusfélagi, sem er félag áhugaljósmyndara. Myndin hér að ofan er sú fyrsta í þessu verkefni og er tekin úti á miðju Elliðavatni strax eftir áramótin þegar Fókusfélagar skruppu í sitt árlega Jólarölt.

Svanir

Álftir_IMG_8308_700

Fyrir skömmu var ég á ferðinni vestur á Mýrum og sunnanverðu Snæfellsnesi í þeim tilgangi að taka myndir af haustinu. Haustið var vissulega komið í fjöllin, þar sem þau voru grá og hvít niður í miðjar hlíðar og ferskur andblær í loftinu eins og svo oft á haustin þegar kólnar.

Álftir á mýrum_IMG_8285Það sem mér fannst þó eftirtektarverðast var allur sá fjöldi álfta sem ég sá í þessari ferð, og þá voru þær gjarnan í hópum eins og þessum hér að ofan, og gæddu sér á grasinu í túnum bænda í samkeppni við sauðkindina.

Oftast virtust þetta vera fjölskyldur, þar sem foreldrarnir voru í óðaönn að þjálfa afkvæmin í flugi, að undirbúa þau undir flugið yfir Atlantshafið.

Ég var heppinn að komast í þessa ferð í svona góðu veðri, því nokkrum dögum seinna var komin rigning og rok.