Ljósmál – Ljósmyndasýning á Flúðum

Um Verslunarmannahelgina opnaði ég ljósmyndasýningu í verslun Samkaupa á Flúðum. Á sýningunni er ég með 14 ljósmyndir, tíu af þeim  prentaðar á striga en fjórar myndir í römmum þar að auki. Sýningin stendur yfir til mánaðarmóta ágúst – september og er sölusýning.

Nánari upplýsingar í síma 824-0059 eða í tölvupósti palljokull hjá gmail.com

Calendar August 2011 – Ágúst 2011 dagatal

Júlí er liðinn og sumri tekið að halla. Loksins fór að rigna og allt er í blóma, kartöflugrösin vaxa og kálið stækkar eins og vera ber. Ágúst verður góður mánuður þó að rökkrið sé að færast yfir á kvöldin og dagarnir styttast. Ég fór í hringferð um landið um miðjan júlí í ljósmyndaferð og mynd ágústmánaðar er úr þeirri ferð. Myndin er tekin við útfall Jökulsárlóns þar sem ísjakar velta um í briminu og hverfa smátt og smátt. Þeir eru oft tærir og liturinn fer oft yfir í ljósblátt í stærri ísjökum.

Hér getur þú sótt þessa mynd með dagatali til að nota á skjáborðið þitt.

Lítil/Small, 1440 x 900 px –  Stór/Large, 1920 x 1200 px

Farið inn á þessa tengla, hægri-smellið á myndina og veljið „Use Image as desktop photo“

Njótið vel