Ljósmál – Ljósmyndasýning á Flúðum

Um Verslunarmannahelgina opnaði ég ljósmyndasýningu í verslun Samkaupa á Flúðum. Á sýningunni er ég með 14 ljósmyndir, tíu af þeim  prentaðar á striga en fjórar myndir í römmum þar að auki. Sýningin stendur yfir til mánaðarmóta ágúst – september og er sölusýning.

Nánari upplýsingar í síma 824-0059 eða í tölvupósti palljokull hjá gmail.com

H2O

 

Vatn í sínum mörgu myndum hefur áhrif á þig

og er grundvöllur alls lífs á jörðinni.

Páll Jökull Pétursson hefur stundað ljósmyndun í meira en tuttugu ár, bæði sem áhugamál og vinnu sem útgefandi tímaritsins Sumarhúsið og garðurinn. Á þessari sýningu tekur hann fyrir þemað H2O, vatn í sínum ýmsu formum, fljótandi, fast og loftkennt, og hvernig það kemur honum fyrir sjónir. Þetta er þriðja einkasýning Páls, en hann hefur auk þess tekið þátt í tuttugu sýningum með öðrum ljósmyndurum og áhugaljósmyndurum.

Páll Jökull er rúmlega fimmtugur að aldri, Sunnlendingur, ættaður úr Mýrdalnum og Holtum í Rangárvallasýslu. Undanfarin ár hefur hann myndað landslag, gróður og fólk, bæði innanlands og utan, og hefur þannig safnað efni í þessa sýningu, ásamt bók sem hann hyggst gefa út á netinu.

Sýningin er opin virka daga kl. 10 til 16 og um helgar kl. 13 til 16 í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi, Gerðubergi 3-5, 111 Reykjavík.

Verkin eru til sölu og er áhugasömum bent á að hafa samband við Pál Jökul í síma 824 0059 eða á netfangið palljokull@gmail.com.

Nánari upplýsingar um staðsetningu er að finna hér: Viðburðadagatal Gerðubergs.

Þingvellir í Fókus

Í kvöld, föstudaginn 11. júní opnaði í Tjarnarsal Ráðhússins í Reykjavík ljósmyndasýningin Þingvellir í Fókus. Sýnendur, sem eru 28 talsins með 51 mynd, eru allir félagar í Fókus, félagi áhugaljósmyndara. Þetta er nítjánda samsýning félagsins, en að jafnaði eru haldnar tvær sýningar á ári. Myndirnar eru flestar í stærðinni 40×60 sm og allar prentaðar á striga sem er festur á blindramma. Þetta gerir myndirnar mjög eigulegar, enda eru þær til sölu fyrir sanngjarnt verð, þær stærri kr. 30.000 og þær minni kr. 25.000.-

Ég á þessar tvær myndir hér að neðan á sýningunni:

Sýningin er opin dagana 11.-27. júní á opnunartíma Ráðhússins, virka daga kl. 08-19 og um helgar kl. 10-18.