Janúar 2011 dagatal

Dagatal 2011 – Janúar

Janúar 2011

Hér getur þú sótt þessa mynd með dagatali til að nota á skjáborðið þitt.

1440 x 900 px –  1920 x 1200 px

Farið inn á þessa tengla, hægri-smellið á myndina og veljið „Use Image as desktop photo“

Njótið vel 🙂

Dyrhólaey

Dyrhólaey

Skemmtilegt er að sitja við bjargbrúnina uppi á Reynisfjalli og horfa niður á Múkkann hnita hringa fyrir neðan og brimið berja á sandinum. Útsýnið er stórfenglegt, hvort sem veðrið er gott eða ekki, fjallasýnin er óviðjafnanleg allan hringinn, Pétursey og Eyjafjallajökull í vestur og í norður Mýrdalsjökull. Austanmegin er Hatta og Hrafnatindar og Hjörleifshöfði austur á Mýrdalssandi. Það er allt of sjaldan sem ég fer austur í Mýrdal, kannski einu sinni á ári, en þá er gaman að koma þarna upp og njóta náttúrunnar.