Febrúar 2011 dagatal

Pétursey í Mýrdal.

Hér getur þú sótt þessa mynd með dagatali til að nota á skjáborðið þitt.

1440 x 900 px –  1920 x 1200 px

Farið inn á þessa tengla, hægri-smellið á myndina og veljið „Use Image as desktop photo“

Njótið vel :)

Kveðist á við kölska

Staðurinn er Svalþúfa á Snæfellsnesi, stundin er í byrjun desember og þarna var skollinn á fyrsti alvöru snjóbylurinn á vesturlandi þennan veturinn. Við þessar aðstæður sem þarna, er auðvelt að setja sig inn í frásögnina um Kolbein og kölska þegar þeir sátu á berginu á Svalþúfu og kváðust á þar til Kolbeinn hafði loks betur. Vindurinn rífur í úlpuna og maður hrósar happi yfir að hafa sett á sig húfuna og stungið vettlingunum í vasann áður en við fórum úr bílnum og gengum fram á Svalþúfu. Myndavélin var með í för, og sem betur fer er Canon vélin mín nokkuð vatnsheld, allavega í svona veðri, en samt reynir maður alltaf að skýla henni eins og kostur er.  Það voru líka bara teknar myndir í eina átt, undan veðrinu, annað var ekki í boði.

Ég var þarna á ferð með félögum mínum frá ljosmyndakeppni.is sem fara í nokkrar ljósmyndaferðir á ári og í þessari ferð lá leiðin um sunnanvert Snæfellsnes. Ætlunin var að fara hringinn og keyra til baka norðan megin, en vegna veðurs og ófærðar varð ekkert úr þeirri áætlun. Við lentum í mesta basli á leiðinni frá Arnarstapa að Búðum, og þurfti mikið að ýta og moka á þeirri leið. Þessar ferðir eru alltaf jafn skemmtilegar, ekki síst þegar við lendum í smá ævintýrum og veseni í leiðinni.