Gleði

Sólhildur

Fátt er meira endurnærandi fyrir sálina en að vera úti í náttúrunni með ungum heimspekingi sem sér alltaf eitthvað nýtt og athyglisvert í hversdagslegum hlutum. Við spáðum mikið í fuglunum og hvar þeir ættu heima og lágum tímunum saman og horfðum á skýjin á „Töfrateppinu“ sem hún dröslaði með sér út um allt. Þegar maður er tæplega meter á hæð er maður miklu nær blómunum sem voru víða fyrir fótum okkar, hrafnaklukkur, geldingahnappar og sóleyjar. Hún kallar sóleyjarnar barnablóm og heldur sig algerlega við þau þegar henni langar til að tína sér blóm sem hún gefur svo afa eða ömmu með sér.

Kurl

KurlKurl er ein af best þekktu afurðum íslenskra skóga, og má segja að í þessu tilfelli gildi það sem sagt er „Af jörðu ertu kominn, að jörðu skaltu aftur verða…“ en þessi kurlfarmur mun verða undir fótum mínum næstu árin og áratugina í Merkurlautinni. Nokkrar blöðrur í lófunum er ánægjulegur fylgifiskur þess að moka 300 kg. af kurli upp úr stórsekk og ofan í hjólbörur, í sólskini og 18 stiga hita. Er hægt að hugsa sér eitthvað skemmtilegra? Nei, ég hélt ekki 🙂