Febrúar 2011 dagatal

Pétursey í Mýrdal.

Hér getur þú sótt þessa mynd með dagatali til að nota á skjáborðið þitt.

1440 x 900 px –  1920 x 1200 px

Farið inn á þessa tengla, hægri-smellið á myndina og veljið „Use Image as desktop photo“

Njótið vel :)

Haust

Kría

Þessi mynd minnir mig svolítið á haustið, farfuglarnir eru farnir eða eru að búa sig undir langferðina og haustlægðirnar færast í aukana. Skógarþrestir og starar stunda flugæfingar yfir húsinu okkar og einstaka einmana mávur flýgur framhjá, eins og hann sé ekki alveg viss um hvort hann ætti að vera hérna yfirleitt. Þessi eina kría segir mér líka að það er undir hverjum og einum komið hvort hann kemst á leiðarenda, í hópnum hugsar hver um sig en allir stefna samt að sama marki, að komast til vetrarstöðvanna í Evrópu eða Afríku og krían þarf reyndar að leggja á sig ennþá lengra flug, til Suðurskautsins.

Þetta er svolítið eins og hjá mannfólkinu, hver einstaklingur þarf að hugsa um sinn hag, því það er ekki víst að hinir geri það fyrir mann.