Apríl 2011 dagatal

Apríl er mánuðurinn sem kemur með vorið, Þessi mynd er bara til að minna ykkur á að sumarið nálgast með hverjum degi sem líður. Hér getur þú sótt þessa mynd með dagatali til að nota á skjáborðið þitt.

Lítil, 1440 x 900 px –  Stór, 1920 x 1200 px

Farið inn á þessa tengla, hægri-smellið á myndina og veljið „Use Image as desktop photo“

Njótið vel :)

Gleði

Sólhildur

Fátt er meira endurnærandi fyrir sálina en að vera úti í náttúrunni með ungum heimspekingi sem sér alltaf eitthvað nýtt og athyglisvert í hversdagslegum hlutum. Við spáðum mikið í fuglunum og hvar þeir ættu heima og lágum tímunum saman og horfðum á skýjin á „Töfrateppinu“ sem hún dröslaði með sér út um allt. Þegar maður er tæplega meter á hæð er maður miklu nær blómunum sem voru víða fyrir fótum okkar, hrafnaklukkur, geldingahnappar og sóleyjar. Hún kallar sóleyjarnar barnablóm og heldur sig algerlega við þau þegar henni langar til að tína sér blóm sem hún gefur svo afa eða ömmu með sér.

Orange

Sunset

Orange er einn af heitu litunum og himininn skartar þessum lit helst á heitum sumarkvöldum eftir sólríkan dag með hlýjum sunnanvindum. Helsta ástæðan fyrir svona litadýrð er ekki bara sólin, heldur er þetta oft mengun sem kemur með þessum sömu hlýju vindum sunnan úr Evrópu og breytir himninum í þetta litahaf. Við finnum þetta þegar við erum útivið á svona dögum, sérstaklega úti í náttúrunni þar sem venjulega er ekki nein mengun, en ég er alveg tilbúinn til að fórna nokkrum dögum í evrópsku lofti hér á landi gegn því að hitastigið fari nú upp fyrir 20°C.

Kurl

KurlKurl er ein af best þekktu afurðum íslenskra skóga, og má segja að í þessu tilfelli gildi það sem sagt er „Af jörðu ertu kominn, að jörðu skaltu aftur verða…“ en þessi kurlfarmur mun verða undir fótum mínum næstu árin og áratugina í Merkurlautinni. Nokkrar blöðrur í lófunum er ánægjulegur fylgifiskur þess að moka 300 kg. af kurli upp úr stórsekk og ofan í hjólbörur, í sólskini og 18 stiga hita. Er hægt að hugsa sér eitthvað skemmtilegra? Nei, ég hélt ekki 🙂