Menningarnótt 2011

Flugeldasýning við Hörpuna.

Ágústmánuður er sá mánuður ársins sem hefur innihaldið stærstu viðburðina í sameginlegu lífi okkar Auðar. Við giftum okkur þann 22. ágúst fyrir 12 árum og vorun nú að enda við að festa kaup á okkar fyrsta húsi saman. Við erum semsagt að flytja á Selfoss í næsta mánuði. Barnabörnin okkar tvö eiga afmæli með innan við mánaðar millibili, Haukur Bragi verðir fimm ára 26. ágúst og Sólhildur varð sex ára, reyndar 29. júlí, en það telst innan skekkjumarka. Menningarnótt er orðinn fastur liður í lífi okkar Auðar sem helsta hátíð sumarsins, og þar sem við erum smátt og smátt að læra að taka okkur sumarfrí frá vinnunni okkar látum við þá hátið ekki framhjá okkur fara. Það er ótrúlegt hvað við hittum mikið af vinum okkar á röltinu í bænum og upplifum skemmtilega hluti og uppák0mur. Margir biðu spenntir eftir því að ljósin yrðu kveikt á tónlistarhúsinu Hörpu og flugeldasýningunni sem kom á eftir. Hvort tveggja stóð undir væntingum okkar, lýsingin á perlunni er smekkleg og síbreytileg og umhverfið til fyrirmyndar.

Nú stefnir allt í að Reykjavíkurmaraþonið verði einn af þessum árlegu viðburðum, þar sem Guðni Páll hljóp sitt fyrsta Maraþon í ár, og erum við afskaplega stolt af þeim árangri. Hann er strax farinn að huga að næsta ári og ætlar sér að gera enn betur en nú. Helga og Fjalar hlupu einnig 10 kílómetra og það er aldrei að vita hvað þeim dettur í hug að gera á næsta ári.

Við bíðum spennt eftir Reykjavíkurmaraþoni 2012 og Menningarnótt 2012.

Bestu vinir

Á fallegum síðsumardegi ákváðum við Auður að fara með barnabörnin okkar í ævintýraferð og varð Öskjuhlíðin fyrir valinu. Við fórum að Keiluhöllinni, þar sem við lögðum bílnum, og fórum inn í striðsminjarnar sem Bretar skildu eftir sig eftir stríð. Það þarf að príla upp brattar steintröppur og yfir háa veggi til þess að komast um svæðið, og alltaf biðu ný og ný ævintýri eftir okkur á nýjum stað.

Við settum ýmis leikrit á svið og tókum þátt í að skapa persónurnar sem þau þekkja svo vel úr sögum, svo sem Kardimommubæinn og söguna um Rauðhettu og úlfinn. Úlfurinn þótti heldur mikið raunverulegur og var þess vegna ákveðið að hann dræpist frekar snemma í sögunni þar sem hann vakti óhug  hjá öðrum leikurum, þ.e. Rauðhettu og veiðimanninum, en amman (leikin af Auði) var nú ekkert hrædd, þrátt fyrir að vera étin af grimma úlfinum 🙂

Við ákváðum í framhaldi af þessu að leika frekar falleg ævintýri sem innihéldu prinsessur og prinsa til þess að losna við hrollinn sem úlfurinn olli. Og allir lifðu hamingjusamir til enda ferðarinnar.